Skemmtilegt upphitunarmyndband frá Heiðarskóla
Það ríkir greinilega spenna fyrir úrslitum Skólahreysti sem fram fara í Laugardalshöll í kvöld. Heiðarskóli er meðal 12 skóla sem keppa til úrslita, en til þess að hita mannskapinn upp var sett saman skemmtilegt myndband með nemendum og kennurum skólans. Sjá má myndbandið hér að neðan.
Bein útsending frá keppninni hefst á Rúv klukkan 20:00.