Skemmtilegt myndband um starfið í Björginni
Björgin, geðræktarmiðstöð Suðurnesja, fagnaði fimm ára afmæli á dögunum með glæsilegri veislu í húsnæði Bjargarinnar við Suðurgötu í Keflavík. Góðir gestir komu í afmælið og skjólstæðingar Bjargarinnar buðu upp á skemmtilega dagskrá með upplestri og fleiru.
Starfið í Björginni er fjölbreytt og meðal annars hefur verið tekið saman myndband sem gerir fólki kleift að fá betri mynd af starfinu í Björginni.
Það var Ólafur Ingi Brandsson sem setti saman meðfylgjandi myndband sem Björgin veitti Víkurfréttum góðfúslegt leyfi til að birta hér á vf.is