Skemmtilegt að enda sumarið svona
Jóhann B. Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur, segir skemmtilegt að enda sumarið eins og Keflvíkingar gerðu í dag, á hreinum úrslitaleik á heimavelli. „Við náðum að vinna og það var þvílíkt gaman,“ segir Jóhann í samtali við Víkurfréttir.