Sjósund á Garðskaga
Sjósund er vaxandi sport hér á Suðurnesjum sem víðar. Fjaran við Garðskaga þykir sérlega heppileg til sjósundsiðkunar og er vinsælt að dýfa sér þar ofan í kaldan sjóinn.
Marta Eiríksdóttir frétti af sjósunds hittingi á Garðskaga og ákvað að skella sér þangað til að ræða þetta áhugamál við nokkrar konur sem bæði eru vanar að synda í sjónum og einnig eina sem aldrei hafði prófað sjósund áður.
Rósinkar Ólafsson var í fjörunni og smellti nokkrum myndum ásamt blaðamanni Víkurfrétta, aðrar myndir í innslaginu eru teknar af vef sjósundshópsins á facebook.