SjónvarpVF: Svona var setningarathöfn Ljósanætur
„Það er magnað að standa hér fyrir framan leik- og grunnskólabörn bæjarins við setningu Ljósanætur. Þetta er mögnuð athöfn. Hvað við gerum í framtíðinni með blöðrusleppingar verður bara að koma í ljós. Ef ég ætti að svara því núna þá myndi ég vilja halda í hefðina,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri skömmu eftir setningu Ljósanætur 2015 en athöfnin fór að venju fram við Myllubakkaskóla í Keflavík.
Þetta var í tólfta sinn sem svona setning fer fram. Börn sem komu því fyrst á svona setningu sem leikskólabörn eru nú í 10. bekk.
Meðfylgjandi er innslag Sjónvarps Víkurfrétta frá athöfninni.