SjónvarpVF: Mælarnir sem allir eru að tala um
- og milljarður í endurbætta Grindavíkurhöfn
Sjónvarp Víkurfrétta var í Grindavík í gærdag en þar eru stórframkvæmdir fyrirhugaðar við höfnina. Við ræðum við Sigurð hafnarstjóra í þætti vikunnar og förum með lóðsinum í innsiglinguna þar sem saltflutningaskipi var fylgt örugglega úr höfn.
Í seinni hluta þáttarins kynnum við okkur stórt verkefni hjá HS Veitum en þar á bæ er unnið að því að skipta út hemlum og setja þess í stað mæla á hitaveitugrindur á öllum heimilum á Suðurnesjum. Settir verða upp 5700 mælar en nú þegar hafa rúmlega 1000 mælar verið settir upp.
Þá flytjum við ykkur helstu tíðindi frá Suðurnesjum síðustu daga í fréttapakka Víkurfrétta.
Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá ÍNN í kvöld kl. 21:30 og endursýnt á tveggja tíma fresti í sólarhring. Þáttinn má sjá hér að neðan í HD.