SjónvarpVF: Löggulíf Sigvalda
- viðtalið í heild við Sigvalda mann ársins 2015
Sigvaldi Arnar Lárusson, maður ársins 2015 á Suðurnesjum, hefur verið í lögreglunni frá sumrinu 2000. Hann ætlaði bara að vera eitt sumar í löggunni en er þar enn.
Í ítarlegu viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta fer Sigvaldi yfir líf og störf, segir frá göngunni til Hofsóss og öllu dýraveseninu sem fylgir starfinu en Sigvaldi varð um tíma „dýrabjörgunar-löggan“ á Suðurnesjum.
Viðtalið við Sigvalda er hér að neðan. Styttri útgáfa af því var í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN á fimmtudagskvöld.