Fimmtudagur 30. október 2014 kl. 12:02

SjónvarpVF: „Bærinn í erfiðri stöðu sem þarf að leysa“

– 2500 manns fylgdust með íbúafundi í Reykjanesbæ

Kjartan Már Kjartansson er ánægður með hversu góð mæting var á íbúafundinn sem boðað var til í Stapa í gærkvöldi. Um 500 manns mættu í Stapa og 2000 manns tengdust útsendingu frá fundinum sem m.a. var aðgengileg á vef Víkurfrétta. „Það er mjög ánægjuleg niðurstaða því þarna voru að koma fram upplýsingar sem við vildum koma á framfæri“.

Kjartan sagði að á fundinum hafi verið horft fram á veginn. Bærinn sé í erfiðri stöðu sem þarf að leysa. Unnið sé að áætlun sem kallast sóknin og byggist upp á fjórum þáttum.

Viðtal við Kjartan Má má sjá hér að neðan.