Sjónvarpsmenn í fótspor ferðamanna á Reykjanesi
- nýjasti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta
Nýjasti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta er orðinn aðgengilegur á vef Víkurfrétta í háskerpu. Í þætti vikunnar er komið víða við en viðfangsefni okkar í þessari viku eru fimm talsins.
Við gerðumst ferðamenn um Suðurnes og tókum púlsinn á ferðamönnum og fólki í ferðaþjónustu. Úttekt á ferðamálum er viðfangsefni okkar í fyrri hálfleik.
Eftir hlé förum við í Nýfisk í Sandgerði, heyrum í radíóamatörum, gefum blóð og kynnum okkur Ljósanótt í Reykjanesbæ sem hefst eftir viku.
Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá ÍNN á fimmtudagskvöldum kl. 21:30 en þáttinn má einnig nálgast á vef Víkurfrétta og Youtube-rás Sjónvarps Víkurfrétta í háskerpu.