Sjónvarpið fullt af þorski
– 4. þáttur (fyrri hluti) Sjónvarps Víkurfrétta í 1080P
Sjónvarp Víkurfrétta lyktaði af fiski þegar þátturinn var sendur út á ÍNN í gærkvöldi. Þorskurinn var fyrirferðarmikill í þættinum þar sem við kíktum í löndunarstemmningu við Sandgerðishöfn. Fréttir voru sagðar af Codland í Grindavík, sagt frá ferðalagi sem Taekwondo-iðkendur af Suðurnesjum eru að fara í og þá var Miðtúnsróló í Keflavík skoðaður. Hann er að verða útikennslusvæði fyrir Myllubakkaskóla. Þetta er það efni sem er í fyrri hluta þáttar Sjónvarps Víkurfrétta af þessu sinni.