Fimmtudagur 20. nóvember 2014 kl. 15:55

Sjónvarp Víkurfrétta: Vísiskórinn og menntabylting á Suðurnesjum

Í Sjónvarp Víkurfrétta þessa viku skoðum við ný húsakynni erlendra starfsmanna Vísis og ræðum við Pétur Hafstein Pálsson framkvæmdastjóra Vísis.

Einnig verður kíkt við á kóræfingu hjá Vísiskórnum, sem saman stendur af íslenskum og erlendum starfsmönnum Vísis í Grindavík.

Við ætlum að mennta okkur út úr kreppunni, segir fræðslustjóri Reykjanesbæjar. Keilir á Ásbrú setti upp nýjan vef um vendikennslu. Sjónvarp Víkurfrétta var á skólaþingi í Heiðarskóla í Reykjanesbæ.

Óli Haukur Mýrdal ljósmyndari setti myndavél undir svokallaðan dróna og flaug yfir bæði Bláa lónið og stórbrotna náttúru á Reykjanesi. Við sjáum þessar einstöku myndir einnig í Sjónvarpi Víkurfrétta.

Hér er þátturinn: