Sjónvarp Víkurfrétta: Skólahreystikrakkar í Minute to win it
Holtaskóli og Stóru-Vogaskóli í skemmtilegri keppni
Tveir af bestu skólum landsins í Skólahreysti mættust í frekar óvanalegri keppni á dögunum í Holtaskóla. Holtaskóli hefur sem kunnugt er nánast einokað keppnina undanfarin ár og fögnuðu þau sínum fimmta sigri í ár. Þau tóku nú á móti Stóru-Vogaskóla, sem öllum að óvörum hafnaði í þriðja sæti í úrslitum keppninnar í ár. Þrautir úr sjónvarpsþættinum Minute to win it voru lagðar fyrir krakkana, þar sem m.a. þurfti að bera appelsínur með milli fóta, blása sápukúlum langar vegalengdir og tylla kexkökum á ennið á sér. Afraksturinn má sjá hér í myndabandinu, en auk þess eru keppendur og kennarar teknir þar tali.