Sjónvarp Víkurfrétta: Kísilver og bæjarhátíðir
Nýjasti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta er nú aðgengilegur á vefnum. Þar má sjá veglega umfjöllun um fyrirhugað kísilver í Helguvík en Víkurfréttir voru á staðnum þegar fyrsta skóflustungan var tekin í vikunni. Einnig má sjá umfjöllun um Sandgerðisdaga sem nú standa yfir og Ljósnótt sem er framundan.