Miðvikudagur 28. september 2016 kl. 18:23

Sjónvarp Víkurfrétta í kvöld kl. 20:30

- þáttur vikunnar sólarhring á undan áætlun

Sjónvarp Víkurfrétta er degi fyrr á ferðinni á ÍNN. Þátturinn er vanalega á dagskrá á fimmtudagskvöldum kl. 21:30 en hefur verið færður í þessari viku yfir á kvöldið í kvöld.

40 ára afmæli Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem fram fór um síðustu helgi, er umfjöllunarefni þáttarins í þessari viku. Við ræðum við fyrrum nemendur, segjum frá afmælishátíðinni og tökum fyrrum skólameistara tali.

Þátturinn er á dagskrá kl. 20:30 í kvöld, miðvikudagskvöld og verður þátturinn svo endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring.

Þáttinn má einnig sjá hér að ofan í háskerpu.