Sjónvarp Víkurfrétta: Fleiri konur í flugvirkjun
Í síðasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta kíktum við í heimsókn til Flugakademíu Keilis á Ásbrú. Þaðan voru fyrstu flugvirkjarnir útskrifaðir á dögunum en nám í flugvirkjun hófst við skólann haustið 2013. Fáar konur stunda nám í flugvirkjun hjá Keili en því stendur til að breyta. Nú er í gangi sérstakt átak sem miðar að því að fjölga konum á meðal flugvirkja.