Sjónvarp Víkurfrétta: Bræðralag boltans
Þrisvar í viku hittast karlar sem eru komnir af léttasta skeiði í hádegisfótbolta. Jón Eysteinsson, fyrrverandi sýslumaður og mikill íþróttaáhugamaður, stofnaði félagsskapinn fyrir 40 árum síðan. Hann heitir Bræðralag boltans. Sjónvarp Víkurfrétta kíkti í Reykjaneshöllina.