Sjónvarp VF: Víðismenn og krakkar úr Reykjanesbæ í sviðsljósinu í þætti vikunnar
Knattspyrnufélagið Víðir í Garði fagnar 80 ára afmæli á þessu ári og Sjónvarp Víkurfrétta ræðir við knattspyrnumenn úr gullaldarliði félagsins sem og formann þess. Þá fer Sjónvarp VF á hæfileikadag grunnskólanna og einnig á listahátíð barna í Reykjanesbæ. Þá er veglegur fréttapakki í þætti vikunnar.
Þátturinn er á dagskrá ÍNN kl. 21.30 á fimmtudagskvöldi og endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring.
Þáttinn má sjá hér að ofan í háskerpu.