Sjónvarp VF: „Við höfum góða sögu að segja“
- Sjónvarp Víkurfrétta kynnti sér nýja ímyndarherferð Reykjaness
„Við höfum góða sögu að segja,“ er yfirskrift auglýsinga- og ímyndarherferðar um Reykjanes sem er að hefjast. Eftir könnun um viðhorf Íslendinga til svæðisins var ákveðið að fylgja því eftir með markaðsherferð og rétta af ímyndarhalla á Reykjanesi en landssvæðið var lægst í könnuninni. Þeir Kristján Hjálmarsson og Sváfnir Sigurðarson hjá HN markaðssamskiptum svara spurningunni: Hvernig bætum við ímynd Reykjaness?