Sjónvarp VF: Þyrluflug, kúttmagar, ferðamennska og tónlist
- á dagksrá Sjónvarps Víkurfrétta í þessari viku
Í sjónvarpsþætti vikunnar hjá Sjónvarpi Víkurfrétta förum við á björgunaræfingu í Reykjanesfjallgarðinum með kanadískri þyrlubjörgunarsveit, heimsækjum Lionsmenn sem voru að hreinsa kúttmaga, skoðum gistiheimili í fjósi frá 1920, heyrum óvænt tónlistaratriði á kaffihúsinu Bryggjunni í Grindavík og sjáum hæfileikarík börn með skemmtiatriði á Öskudaginn í Reykjanesbæ. Þá fáum við fréttapakka frá Suðurnesjum.
Þátturinn er aðgengilegur hér að neðan í háskerpu.