Sjónvarp VF: Þróttarar í Vogum stefna enn lengra
Þróttarar í Vogum fögnuðu á dögunum þeim áfanga að vinna sig upp í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þeir munu leika í deild með Garðmönnum og Sandgerðingum á næsta ári og stefna þeirra er skýr, - að halda áfram að halda úti góðu knattspyrnuliði og reyna við ný markmið.
Bæjarstjórn heiðraði liðið á dögunum með fjárstyrk og bauð liðsmönnum í smá teiti af því tilefni. Sjónvarp Víkurfrétta var á staðnum og ræddi við fyrirliða, formann, þjálfara og leikmann að ógleymdum einum harðasta stuðningsmanni liðsins, bæjarstjóranum sjálfum, Ásgeir Eiríksson.