Laugardagur 26. mars 2016 kl. 14:08

Sjónvarp VF: Svona er hellaljósmyndun

Líklega hefur engin ljósmyndað náttúru Reykjanesskagans jafn mikið og náttúruljósmyndarinn Ellert Grétarsson. Hann hefur ekki látið duga að ljósmynda þær náttúruperlur sem sýnilegar eru á yfirborði jarðskorpunnar því á undanförnum árum hefur hann einnig ljósmyndað þá náttúru sem flestum er hulin undir yfirborði hraunflákanna.

Það vita ekki allir að fjöldan allan af hraunrásarhellum er að finna á Reykjanesskaganum og hefur Ellert ljósmyndað þá marga. Hellaljósmyndun getur verið afar mjög krefjandi við erfiðar aðstæður og reynir mikið bæði á mann og tæki.

Við fáum að kynnast því hér í meðfylgjandi innslagi.