Laugardagur 5. mars 2016 kl. 12:42

Sjónvarp VF: Súlukast við Reykjanes

Náttúran og dýralífið á Reykjanesi hefur leikið við fjölda ferðamanna sem hafa vanið komu sína þangað undanfarna daga.

Súlan hefur verið í miklu æti skammt frá landi og hefur mátt sjá súlukast alveg uppi í landsteinum. Hnúfubakur er einnig að  gæða sér á því veisluborði sem þarna er og hafa hvalirnir verið þarna í tuga tali.

Meðfylgjandi myndskeið var tekið upp á fimmtudaginn.