Sjónvarp VF: Sjáið útkall sérsveitarinnar
– „Stóra gasbyssumálið“ í 10 mínútna myndskeiði Sjónvarps Víkurfrétta
Sérsveit ríkislögreglustjóra mætti grá fyrir járnum í Leiruna í morgun þegar lögreglumenn sem voru að hafa afskipti af illa staðsettri bifreið urðu varir við skothvelli úr heiðinni. Myndatökumaður Sjónvarps Víkurfrétta fylgdist með aðgerðinni frá fyrstu mínútu.
Nú hefur verið klippt saman myndskeið sem sýnir útkall sérsveitarinnar í morgun. Undir lok myndskeiðsins sjáum við og heyrum í sökudólginum. Eins og greint hefur verið frá var það sjálfvirk gasbyssa sem gaf frá sér skothvelli við fiskhjalla undir Langholti í Leiru.
VF-myndir: Hilmar Bragi