Sjónvarp VF: Oddfellow gefur líknaraðstöðu á HSS
- sjáið innslag Sjónvarps Víkurfrétta hér!
Oddfellowreglan á Suðurnesjum afhenti Heilbrigðisstofnun Suðurnesja nýja líknaraðstöðu sem hún lét útbúa en fjórar stúkur innan hennar stóðu saman að þessari veglegu gjöf. Oddfellowreglan á Suðurnesjum fagnar 40 ára afmæli á þessu ári. Sérstök aðstaða fyrir líknardeild hefur ekki verið starfrækt áður hjá HSS og er þessi aðstaða því góð viðbót við þá þjónustu sem stofnunin veitir í heimabyggð.
Sjónvarp Víkurfrétta var við opnunina og ræddi við Halldór Jónsson forstjóra HSS við þetta tækifæri.