Sjónvarp VF: Nýtt hjarta íþróttaiðkunar í Grindavík
- Sjónvarp Víkurfrétta í Grindavík
Íþróttamiðstöð Grindavíkur hefur vakið athygli fyrir skemmtilegan arkitektúr. Byggingin hefur þegar hlotið steinsteypuverðlaunin og er tilnefnd til tveggja verðlauna en þar á meðal eru Menningarverðlaun DV.
Byggingin er hugsuð sem öflug viðbót við íþróttamannvirkin á svæðinu. Þar iðar allt af lífi enda tengir íþróttamiðstöðin saman íþróttahúsið, sundlaugina og nýja aðstöðu fyrir félagsstarf í Grindavík.
Íþróttamiðstöðin er nýtt hjarta íþróttaiðkunar í Grindavík eins og Sjónvarp Víkurfrétta komst að í vikunni.