Föstudagur 8. janúar 2016 kl. 11:00

Sjónvarp VF: Maður ársins, Ferskir vindar og áramótaviðtöl

- í fyrsta þætti Sjónvarps Víkurfétta 2016

Fyrsti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta er á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30. Í þætti kvöldsins eru þrjú málefni til umfjöllunar.

Í fyrri hluta þáttarins er viðtal við Sigvalda Arnar Lárusson sem Víkurfréttir völdu mann ársins 2015 á Suðurnesjum.

Í seinni hlutanum eru viðtöl við átta einstaklinga um hvað þeim fannst minnisstæðast á nýliðnu ári og hvernig árið 2016 á Suðurnesjum leggist í þau. Lengri útgáfur af af viðtölunum verða á vf.is um komandi helgi.

Við ljúkum svo þættinum á heimsókn í Garðinn þar sem við kynntum okkur listaverkefnið Ferska vinda og ræðum við Mireyu Samper, listrænan stjórnanda verkefisins.

Þáttinn má nálgast hér að neðan í háskerpu.