Fimmtudagur 10. mars 2016 kl. 21:54

Sjónvarp VF: Íslensk hönnun í flugstöðinni

- dúkkusýning, Nettómótið, Ásdís grasalæknir og fleira

Nýjasti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta er hér. Fjölbreyttur að vanda. Í þætti kvöldsins kynnum við okkur íslenska hönnun á Hönnunarmars í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Við skoðum einnig hluta af dúkkusýningu sem sett verður upp í Virkjun á Ásbrú í tilefni af Safnahelgi á Suðurnesjum. Við förum á Nóttómótið í körfubolta, fáum holl ráð frá Ásdísi grasalækni og vörum út og suður í fréttapakka vikunnar frá Suðurnesjum.

Þátturinn er á dagskrá ÍNN kl. 21:30 og aftur 23:30 í kvöld og endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring. Til að sjá þáttinn í HD þá má smella á spilarann hér að neðan.