Sjónvarp VF: Í þyrlu yfir Eyjafjallajökul
– Sjónvarp Víkurfrétta tekur saman sýnishorn frá árinu 2014
Það færist í vöxt að ferðamenn kjósi að ferðast um landið og skoða það úr þyrlu. Í Sjónvarpi Víkurfrétta í febrúar á þessu ári fórum við í þyrluflug með erlendum ferðamönnum sem fóru í skoðunarferð þar sem þeir skoðuðu m.a. Eyjafjallajökul og virkjanir á Hengilsvæðinu.
Í sama myndskeiði er einnig innslag um Ávaxtakörfuna sem Leikfélag Keflavíkur setti upp fyrr á árinu.