Sunnudagur 27. mars 2016 kl. 09:00

Sjónvarp VF: Hvað er taekwondo?

Taekwondo-deild Keflavíkur er sigursælasta deild landsins en um helgina var haldið Íslandsmót í Ólympíuhluta íþróttarinnar, sem er bardagi.

Keflavík skartaði góðu liði á heimavelli en mótið var haldið í íþróttahúsinu við Sunnubraut.

Keflvíkingar vörðu titilinn og sigruðu í liðakeppninni ásamt því að fá 11 einstaklings Íslandsmeistara. Keflvíkingar hafa haldið þessum titli óslitið síðan 2010 og hafa samtals náð 11 liðstitilum á Íslandsmótum í taekwondo.

Helgi Rafn Guðmundsson er yfirþjálfari Keflavíkur en hann hafði í nógu að snúast á Íslandsmótinu. Ef hann var ekki sjálfur að keppa þá var hann öðrum keppendum Keflavíkur til stuðnings sem þjálfari. Við náðum þó að króa hann af stundarkorn til að ræða um Íslandamótið og þá staðreynd að Taekwondo-deild Keflavíkur er sú besta á landinu.