Fimmtudagur 25. desember 2014 kl. 16:00

Sjónvarp VF: Hjúkrunarheimili Hrafnistu opnar á Nesvöllum

– Sjónvarp Víkurfrétta tekur saman sýnishorn frá árinu 2014

Tíðindi urðu í hjúkrunarheimilismálum á Suðurnesjum á árinu þegar Hrafnista opnaði nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Á sama tíma lokaði hjúkrunarheimilið Garðvangur í Garði. Sjónvarp Víkurfrétta fjallaði ítarlega um opnun hjúkrunarheimilisins að Nesvöllum eins og sjá má í meðfylgjandi innslagi.