Sjónvarp VF: Glæsilegt Bryggjuhús opnað almenningi
– Sjónvarp Víkurfrétta tekur saman sýnishorn frá árinu 2014
Bryggjuhús Duushúsa var formlega opnað á árinu eftir miklar endurbætur þar sem húsið var fært í upprunalegt form. Opnaðar voru sýningar Byggðasafns Reykjanesbæjar í húsinu en húsnæðið sjálft er einnig sýningargripur.
Á efri hæð og í risi hússins mun fara fram sýning næstu 10 árin. Sagnfræðingurinn og safnafræðingurinn Sigrún Ásta Jónsdóttir er safnstjóri Byggðasafnsins. Hún sagði Sjónvarpi Víkurfrétta allt um Bryggjuhúsið og þær sýningar sem þar eru.