Laugardagur 27. febrúar 2016 kl. 07:13

Sjónvarp VF: Fjölskyldan og ferðamenn deila húsi

- heimsókn í Blue View í Sjónvarpi Víkurfrétta

„Þetta er nú ekki dæmigert íslenskt heimili hjá okkur,“ segir Ingigerður Sæmundsdóttir sem býr í rúmgóðu húsi í Njarðvík og rekur þar gistiheimilið Blue View Bed and Breakfast.

Ingigerður festi kaup á húsinu á síðasta ári með það fyrir augum að reka þar gistiheimili. Þar býr hún með 17 ára gömlum syni sínum og önnur eldri dóttir hennar býr nú hjá þeim tímabundið. Fjölskyldan er með sín herbergi á efri hæðinni en herbergi gistiheimilisins er á þeirri neðri. Þau deila svo öll eldhúsi, stofu og baðherbergjum.

„Sumir spyrja mig hvernig ég tími að fórna einkalífinu en ég lít ekki á þetta þannig því ég get haft gistiheimilið lokað þá daga sem mér hentar. Til dæmis höfum við alltaf lokað þegar við eigum afmæli og yfir jólin.“

Ingigerður segir ávinninginn af því að búa á gistiheimili margvíslegan. Hún sé orðin víðsýnni og eigi heimboð um allan heim.

Innslag Sjónvarps Víkurfrétta er hér að neðan: