Sjónvarp VF: Eldað fyrir orrustuflugmenn og þemadagar FS
– Sjónvarp Víkurfrétta tekur saman sýnishorn frá árinu 2014
Sjónvarp Víkurfrétta fó í eldhúsið hjá Menu á Ásbrú þar sem kokkarnir voru að elda yfir 1000 máltíðir á sólarhring fyrir þrjá heri sem höfðu aðsetur á Keflavíkurflugvelli á meðan loftrýmisgæslan og sameiginlegt þjálfunarverkefni norska, sænska og finnska hersins fór fram hér á landi undir merkjum Iceland Air Meet 2014.
Í þessu sýnishorni Sjónvarps Víkurfrétta frá árinu 2014 kíkjum við einnig á þemadaga í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.