Þriðjudagur 8. mars 2016 kl. 10:00

Sjónvarp VF: Boltaskólabörn og blómkálspopp

- ásamt ímynd Reykjaness og íþróttamannvirkjum í Grindavík

Sjónvarp Víkurfrétta frumsýnir 9. þátt ársins í kvöld á sjónvarpsstöðinni ÍNN og hér á vf.is í háskerpu. Eins og alla aðra fimmtudaga bjóðum við upp á fjölbreytta dagskrá fyrir áhorfendur á öllum aldri.

Í þætti vikunnar förum við í boltaskóla fyrir yngstu börnin í Reykjanesbæ, skoðum íþróttamannvirki í Grindavík, heyrum sögur af Reykjanesi og borðum blómkálspoppkorn. Þá fáum við myndarlegan fréttapakka frá Suðurnesjum.