Sjónvarp VF: 39. þáttur kominn á netið
- leiklist, tónlist, atvinnulíf og nýsköpun í þætti vikunnar
Fjölbreytnin er svo sannarlega til staðar í 39. þætti Sjónvarps Víkurfrétta. Við fylgjumst með hæfileikaríkum krökkum á sviðinu hjá þremur vinkonum sem fagna tíu ára samstarsafmæli, fylgjumst með björgun gamals báts í Njarðvíkurhöfn, förum á æfingu á Rauðhettu hjá Leikfélagi Keflavíkur og skoðum nýja aðstöðu hjá Hakkit en það er stafræn smiðja á Ásbrú sem er að gera mjög áhugaverða og nýja hluti.
Hér er þátturinn á Youtube rás VF í flottum HS myndgæðum, þú getur skoðað hann í tölvunni, ipadinum eða símanum.