Föstudagur 30. janúar 2015 kl. 21:03

Sjónvarp: „Tími Baldurs mun koma“

– segir Þorsteinn Magnússon sem var endurkjörinn formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur

Þorsteinn Magnússon var endurkjörinn formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur á aðalfundi deildarinnar á fimmtudagskvöld. Í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta eftir fundinn sagði Þorsteinn að tími Baldurs Guðmundssonar komi síðar, en Baldur bauð sig fram gegn Þorsteini á fundinum. Viðtalið er í meðfylgjandi myndskeiði.