Sjónvarp: Þorrablótið árshátíð Garðmanna
– svipmyndir frá þorrablótinu í Garði í HD í Sjónvarpi Víkurfrétta
Stærsta þorrablót Suðurnesja ár hvert er Þorrablót Suðurnesjamanna sem haldið er í íþróttamiðstöðinni í Garði. Það eru Björgunarsveitin Ægir og Knattspyrnufélagið Víðir sem standa að þorrablótinu.
Guðlaug Sigurðardóttir, sem á sæti í þorrablótsnefndinni í Garði, segir þorrablótið ávallt vera svona stórt því dagskráin sé góð og að fjölmörg fyrirtæki mæti með starfsfólk sitt á þorrablótið og haldi sína árshátíð þar.
Meðfylgjandi er innslag Sjónvarps Víkurfrétta um þorrablótið.