Sjónvarp: Þorrablót Keflavíkur, menntun og menning
– Það besta úr Keflavíkurannál, Háskólabrú Keilis og Maggi Kjartans í SVF
Þriðji þáttur ársins hjá Sjónvarpi Víkurfrétta er á dagskrá ÍNN í kvöld kl. 21:30. Þátturinn er nú einnig orðinn aðgengilegur á vefnum í háskerpu.
Í þættinum eru tekin fyrir þrjú málefni. Í fyrri hluta þáttarins erum við á þorrablóti Keflavíkur og birtum viðtöl og myndir frá súru þorrakvöldinu. Einnig sýnum við brot af því besta úr Keflavíkurannálnum og þegar þeir Hussein og Omar tóku á móti Ásmundi Friðrikssyni og færðu honum gjafir á þorrablótinu.
Í síðari hluta þáttarins verðum við viðstödd útskrift Háskólabrúar Keilis. Þar hafa 1200 nemar verið útskrifaðir síðan 2007. Við ræðum við dúxinn á háskólabrúnni og einnig við hana Soffíu Waag sem heldur utan um námið.
Í lok þáttarins förum við svo í Keflavíkurkirkju þar sem Magnús Kjartansson sagði skemmtilegar sögur og flutti tónlist með Sönghópi Suðurnesja.