Miðvikudagur 2. desember 2015 kl. 07:00

Sjónvarp: Þetta er Súluhafinn Nanný

– viðtal við Rannveigu L. Garðarsdóttur í Sjónvarpi Víkurfrétta

„Þetta eru nærri því fimmtán þúsund manns sem hafa farið með mér í göngu eða fengið leiðsögn en það er nærri því sami fjöldi og allir bæjarbúar Reykjanesbæjar,“ sagði Rannveig Lilja Garðarsdóttir göngugarpur og svæðisleiðsögumaður en hún fékk Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2015, fyrir framlagt sitt til kynningar á menningu og sögu Suðurnesja.

Rannveig eða Nanný, eins og hún er oftast kölluð, hefur í fimmtán ár staðið fyrir skipulögðum gönguferðum um Reykjanesið en þær hafa verið afar vel sóttar á undanförnum árum. Sjónvarp Víkurfrétta tók viðtal við Nanný á dögunum og má sjá innslagið hér að neðan: