Sjónvarp: Táknmál í eldhúsinu
Jakub Grojs er 22 ára pólskur kokkur á veitingastaðnum Soho í Reykjanesbæ. Hann er heyrnarlaus en hefur þó ekki átt í neinum vandræðum með að eiga í samskiptum við samstarfsfólkið. Hann hefur kennt hópnum ýmis táknmálstákn og stundum nota þau símann til að tala saman. Þá skrifar Jakub setningu á pólsku inn í Google Translate og sýnir þeim sem hann er að tala við þýðinguna á íslensku.
Sjónvarp Víkurfrétta kíkti á Soho á dögunum og tók viðtal við Jakub með hjálp Google Translate.