Sjónvarp: Suðarinn og tugur hjá Keili í þætti vikunnar
- af Suðurnesjamagasíni Sjónvarps Víkurfrétta
Viðfangsefni okkar í Suðurnesjamagasíni Sjónvarps Víkurfrétta í þessari viku eru tvö. Annars vegar er það vinsæll matreiðsluþáttur á netinu og hins vegar afmæli Keilis.
Kristinn Guðmundsson er Keflvíkingur sem er búsettur í Brussel. Hann framleiðir matreiðsluþættina SOÐ og sjónvarpar þeim á Youtube. Við vorum með Suðarann á beinni línu frá Brussel og fengum að skyggnast á bakvið tjöldin.
Þá settumst við niður með Hjálmari Árnasyni, framkvæmdastjóra Keilis, og ræddum við hann um áratuginn sem er að baki hjá Keili á Ásbrú.
Þátturinn er í spilaranum hér að ofan. Hann er einnig sýndur á Hringbraut kl. 20 og 22 í kvöld, fimmtudagskvöld.