Sjónvarp: Stutt sýning á síðbúnum þrettánda
– sjáið flugeldasýninguna af Berginu í meðfylgjandi myndskeiði.
Flugeldasýning sem haldin var á síðbúnum þrettánda í Reykjanesbæ var mínútu lengri en fundur sem haldinn var í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í síðustu viku. Ljósadýrðin af flugeldasýningunni stóð yfir í tæpar fjórar mínútur.
Flugeldunum var skotið upp í fallegu veðri sl. laugardag. Dagskrá þrettándans í Reykjanesbæ hafði verið aflýst í síðustu viku vegna veðurs en flugeldasýningin færð fram á helgina.
Á fésbókinni mátti greina óánægju með hversu stutt flugeldasýningin var. Hún hafi verið glæsileg á meðan henni hafi staðið en fjörið hafi verið fljótt að fjara út.
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá flugeldasýninguna.