Sjónvarp: Sprellað með Sigvalda í Grindavík
– Sjónvarp Víkurfrétta á Bryggjunni í Grindavík
„Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn, ekki var að spauga með þá Útnesjamenn“.
Sigvaldi Kaldalóns færði okkur hið þekkta lag Suðurnesjamenn en hann starfaði sem héraðslæknir Keflavíkur og bjó um 15 ára skeið í Grindavík. Eftir hann liggur fjöldi tónsmíða sem flestir þekkja og má þar nefna Hamraborgin, Á sprengisandi og Ísland ögrum skorið.
Söngvaskáld á Suðurnesjum er tónleikaröð sem haldin er á Suðurnesjum um þessar mundir. Sigvaldi Kaldalóns er næsta söngvaskáld sem tekið verður fyrir á sérstakri söngskemmtun í Hljómahöll.
Þeir Elmar Þór og Arnór Vilbergs mættu á kaffihúsið Bryggjuna í Grindavík og tóku smá tóndæmi.