Sjónvarp: Sjáðu sigurlagið í Hljóðnemanum 2016
Njarðvíkingurinn Sigurborg Lúthersdóttir sigraði í söngkeppni Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Hljóðnemanum, í annað sinn á dögunum. Sigurborg bar einnig sigur úr bítum árið 2012. Már Gunnarsson hafnaði í öðru sæti og Hanna Margrét Jónsdóttir í því þriðja. Keppnin var hin glæsilegasta en það voru þeir Auddi og Steindi sem sáu um að halda uppi stemningu í Stapanum.
Sigurborg söng lagið Red með Daniel Merriweather en glæsilegan flutning hennar má sjá hér að neðan.