Sjónvarp: Sigvaldi gengur norður
– Setti allt sitt traust á Gylfa Sigurðsson knattspyrnukappa
Sigvaldi Arnar Lárusson setti allt sitt traust á Gylfa Sigurðsson knattspyrnumann. Hvort það var Gylfi sem brást Sigvalda eða spádómsgáfan, það er eitthvað sem Sigvaldi þarf að eiga við sjálfan sig. Hins vegar ætlar Sigvaldi að efna loforð og mun ganga á milli Keflavíkur og Hofsóss í sumar og safna fé fyrir Umhyggju.
Allt um gönguna í meðfylgjandi innslagi Sjónvarps Víkurfrétta.