Sjónvarp: Ríkið mun koma að málum á Suðurnesjum
Menntamálaráðherra segir það aðdáunarvert hvað það er mikill einhugur á Suðurnesjum að mynda sterka umgjörð um börnin, unga fólkið og auðvitað það fullorðna fólk sem hefur misst vinnuna. Það sé mikilvægt að gefa því von og líka þeim fjölda Pólverja sem hafa starfað á Suðurnesjum.
Ríkið mun koma að málum á Suðurnesjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjölfar gjaldþrots WOW, segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra en hún kallaði fólk úr menntageiranum, íþróttahreyfingunni og og bæjarstjórana á svæðinu á fund í Reykjanesbæ í vikunni.
Á fundinum komu fram gagnlegar hugmyndir í skóla- og menntamálum hjá forráðamönnun þeirra stofnana á Suðurnesjum.
Í spilaranum er viðtal við Lilju sem tekið var eftir fundinn.
Ríkið mun koma að málum á Suðurnesjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjölfar gjaldþrots WOW, segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra en hún kallaði fólk úr menntageiranum, íþróttahreyfingunni og og bæjarstjórana á svæðinu á fund í Reykjanesbæ í vikunni.
Á fundinum komu fram gagnlegar hugmyndir í skóla- og menntamálum hjá forráðamönnun þeirra stofnana á Suðurnesjum.
Í spilaranum er viðtal við Lilju sem tekið var eftir fundinn.