Fimmtudagur 24. september 2015 kl. 16:37

Sjónvarp: Póstkortaflóð og Reykjanes Geopark

- meðal efnis í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta

Póstkortaflóð í Myllubakkaskóla í Keflavík og nýfengin vottun Reykjanes Geopark eru meðal efnis í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta sem verður á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN í kvöld kl. 21:30.

Í þættinum er einnig rætt við Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra um atvinnulífið á Reykjanesi. Þá er farið á hátíð í Höfnum sem haldin var á Ljósanótt.

Hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni í háskerpu. Hann er hins vegar á dagskrá ÍNN kl. 21:30 og endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring.

Veljið 720P eða 1080P í spilaranum til að sjá þáttinn í mestu gæðum.