Sjónvarp: Nýr heilsudrykkur með collagen
- og ýmislegt annað í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta
Nýr heilsudrykkur sem inniheldur collagen úr þorskroði er á leiðinni á markað. Það er grindvíska fullfinnslufyrirtækið Codland sem hefur þróað drykkinn. Við kynnumst drykknum í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta sem er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21:30.
Í þættinum skoðum við einnig nýjasta hverfið sem rís stjórnlaust í Grindavík, förum í Hakkit á Ásbrú og í flugbúðir hjá Keili þar sem börn frá 12 ára aldri kynna sér allt um flug.
Við ræðum við forsetaframbjóðanda sem heisótti höfuðstöðvar Víkurfrétta og fáum myndarlegan fréttapakka frá Suðurnesjum.
Þáttinn má sjá hér að ofan í háskerpu.