Sjónvarp: Ný líkamsrækt opnar í Garði
– sjáið rækina í Garði í HD í Sjónvarpi Víkurfrétta.
Ný líkamsrækt hefur opnað í Garðinum í nýrri byggingu við íþróttamiðstöðina í Garði. Mannvirkið og tækin kosta um 180 milljónir króna og er vonast til að Garðmenn og nærsveitungar nýti sér aðstöðuna til að grennast og styrkjast á komandi vikum og mánuðum.
Sjónvarp Víkurfrétta kíkti í opnun ræktarinnar og ræddi við Magnús Stefánsson, bæjarstjóra í Garði.