Sjónvarp: Mikill áhugi á akstursíþróttum á Suðurnesjum
Áhugi Suðurnesjamanna fyrir akstursíþróttum er mikill. Félagsskapur akstursíþróttafólks, Akstursíþróttafélag Suðurnesja [AÍFS], heldur vikulega fundi á miðvikudögum þar sem 30-50 manns mæta að jafnaði til að ræða um akstursíþróttir. Félagið er með félagsheimili við Smiðjuvelli í Keflavík og það hefur breytt miklu í félagsstarfi akstursíþrótttafólks.
Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Guðberg Reynisson, formann AÍFS, um starfið innan félagsins, rallið, torfæruna og fjórhjólaferðir. Viðtalið er í spilaranum hér að ofan.